Við í 3.framboðinu er afar stolt af því að hafa fólk í okkar röðum alls staðar úr sveitarfélaginu. Þegar við fórum af stað í vinnu fyrir kosningarnar sem eru næsta laugardag var það eitt af markmiðunum að nýta tæknina og láta fjarlægðir “hverfa”. Það skipti því litlu máli hvort þátttakendur væru á staðnum eða í Öræfum eða Suðursveit eða ættu ekki heimangengt einhverra hluta vegna.
Það er svo margt hægt að gera ef viljinn er fyrir hendi. Já og með jákvæðni, kraft og metnað að leiðarljósi.

Framboðslisti 3.framboðsins að fæðast.
Stjórnarfundur hjá 3.framboðinu.

Skildu eftir svar