Að loknum kosningum er vert að staldra við og rýna í niðurstöðurnar. Það er ljóst að 3.framboðið fékk ekki eins mörg atkvæði að þessu sinni eins og vonast var eftir. Við þökkum þeim sem sýndu okkur traust og veittu okkur atkvæði sitt. Fyrir þá og samfélagið allt munum við starfa ótrauð áfram þar sem gagnsæi og heiðarleiki verður í fyrirrúmi. Við munum upplýsa um gang mála á þessari síðu þegar og ef þurfa þykir.
Við óskum sigurvegurum kosninganna velfarnaðar. Það er mikill listi loforða sem nú þarf að efna. Að sjálfsögðu munum við styðja góð mál en jafnframt veita kröftugt aðhald þegar þörf er á.

Stjórn 3.framboðsins

Skildu eftir svar