Síðustu tvær vikur hefur stjórn 3. framboðsins staðið fyrir fundaröð vegna komandi sveitastjórnarkosninga. Fyrsti fundurinn var á Höfn en hinir í félagsheimilum sveitarfélagsins. Markmiðið með fundunum var að segja frá því helsta sem hefur verið gert á kjörtímabilinu og eins að eiga samtal við íbúana um hvar þeir telji að þurfi að gera betur eða hvað þeim finnist mikilvægt að unnið verði að á næsta kjörtímabili.
Þegar farið var yfir það helsta sem hver nefnd hefur unnið að á kjörtímabilinu kom það flestum á óvart hversu viðamikið starf er unnið á vegum sveitarfélagsins en verkefni hafa aukist samfara miklum umsvifum t.d. í ferðaþjónustu.
Á næstunni mun 3.framboðið móta stefnuskrá fyrir komandi kosningar og við viljum gjarnan fá fleiri í lið með okkur við þá vinnu. Við viljum að framboðið hafi sem breiðastan grunn og komi alls staðar úr sveitarfélaginu þannig að raddir sem flestra fái að njóta sín.
Heimasíða framboðsins er https://xe.780.is/ og það hefur einnig fésbókarsíðu sem heitir 3-Framboðið. Hvetjum við unga sem aldna til að leggja framboðinu lið.

Stjórn 3. framboðsins

Skildu eftir svar