Í gær hittist stór hluti þeirra sem sitja í nefndum og ráðum fyrir 3. Framboðið hjá sveitarfélaginu. Rætt var um málefni sem eru í gangi og fyrirhuguð. Sérstaklega var þó verið að skoða hvar 3. Framboðið vill sjá áherslur við fjárlagagerð næsta árs og næstu ára. Það eru um 500 milljónir sem hægt er að ráðstafa í verkefni umfram fasta kostnaðarliði. Það er alveg ljóst að mörg verkefni bíða og það þarf að forgangsraða.
Það kom fram í gær í spjallinu að upplýsingaflæði frá núverandi meirihluta mætti vera meira og betra. Jafnvel eru dæmi um að fólk í nefndum fái ekki upplýsingar um það sem fyrirhugað er.
3. Framboðinu finnst íbúalýðræði mjög mikilvægt og að fólk fái að vita hvað sé í gangi í sveitarfélaginu. Því hvetjum við fólk til að koma með ábendingar um þörf verkefni og ekki síður að mæta þegar næsta fjárhagsáætlun verður kynnt.