Þórgunnur Þórsdóttir.

10. sæti

Fullt nafn: Þórgunnur Þórsdóttir.

Hvar fæddist þú og hvenær? Fæðingarheimilinu í Reykjavík, rétt fyrir miðnætti þann 18. júlí, 1991.

Heitir þú eftir einhverjum? Já.

Fjölskylduhagir? Er í sambandi með næst markahæsta knattspyrnumanni í sögu Ungmennafélagsins Mána, Þórði Sævari Jónssyni.

Áhugamál? Einstaklega hrifin af töfra-raunsæi, krukkum, nytjaplöntum og uppskriftabókum.

Uppáhaldsárstími? Þegar sumarið og haustið mætast.

Góður útivistarstaður í nágrenni við þig? Þeir eru ótalmargir. Bakgarðurinn í bústaðnum mínum er hinn dásamlegi Gjádalur, en svo eru uppáhalds gönguleiðirnar mínar m.a. Hvannagil í Stafafellsfjöllum og Heinabergsdalur að Vatnsdal.

Eitthvað sem fáir vita um þig? Ég hef komið til allra þéttbýliskjarna á Íslandi, fyrir utan Grímsey.

Náttúruperla? Er að öllu sá staður þar sem mikilfenglegt og tilfinningalegt viðbragð grípur okkur, og við upplifum náttúrufegurð sem eitthvað stærra en við sjálf. Kvíármýrarkambur er fyrir mér einn af þessum aðdáunarverðu stöðum.

Hvaða persóna/ur hefur haft mest áhrif á þitt líf og skoðanir? Þessa stundina er það Brooke McAlary, eða manneskjan á bakvið hlaðvarpið Slow Your Home. Hún talar af einlægni og fær til sín fólk með svipaðar skoðanir á einföldum- náttúrulegum- og plastlausum- lífsstíl. En Þórbergur Þórðarson skipar líka sinn sess.

Einkunnarorð? “Minna er meira” – Mies Van Der Rohe.