Sigurður Einar Sigurðsson.
5. sæti
Fullt nafn: Sigurður Einar Sigurðsson.
Hvar fæddist þú og hvenær? Ég fæddist 12. desember 1959 á salerni á Landsspítalnum. Þetta bar víst brátt að.
Heitir þú eftir einhverjum? Afa mínum og bróður mömmu sem lést í bílslysi 4 ára.
Fjölskylduhagir? Frúin heitir Hjördís Skírnisdóttir og dóttir okkar er Hafdís Lára. Hún verður tvítug á þessu ári.
Áhugamál? Stangveiði, gönguferðir, ferðalög og félagsstörf en ég hef starfað með Kiwanis um árabil.
Uppáhaldsárstími? Sumrin þegar allt er í blóma.
Góður útivistarstaður í nágrenni við þig? Laxárdalur í Nesjum og umhverfi Hafnar leynir á sér.
Eitthvað sem fáir vita um þig? Byrjaði að stunda hvalveiðar 13 ára gamall og fyrst sem messagutti. Hef unnið 20 hvalvertíðir, flestar þeirra sem vélstjóri. Er einnig sérlegur aðdáandi vísindaskáldsagna.
Náttúruperla? Þær eru út um allt en ég nefni Geitafell og Skaftafell.
Hvaða persóna/ur hefur haft mest áhrif á þitt líf og skoðanir? Ég er afskaplega vel giftur 😊
Einkunnarorð? Ég geri einkunnarorð Kiwanis að mínum „Börnin fyrst og fremst“.