Ragnar Logi Björnsson.
12. sæti
Fullt nafn: Ragnar Logi Björnsson.
Hvar fæddist þú og hvenær? Ég er fæddur 31. mars 1966 og fæddist ég í Danmörku.
Heitir þú eftir einhverjum? Ég er skírður í höfuðið á langömmu minni.
Fjölskylduhagir? Ég er einhleypur en ég á dótturina Brynju Ósk sem er 27 ára gömul.
Áhugamál? Hitt og þetta.
Uppáhaldsárstími? Sumarið.
Góður útivistarstaður í nágrenni við þig? Hafnarbúðin 🙂
Eitthvað sem fáir vita um þig? Held það sé ekkert slíkt.
Náttúruperla? Sjórinn í kringum Ísland er alltaf heillandi.
Hvaða persóna/ur hefur haft mest áhrif á þitt líf og skoðanir? Ég vil nefna Noam Chomsky sem er bandarískur málvísindamaður og virkur í stjórnmálum. Hann skilgreinir sjálfan sig sem anarkista. Hann er helst þekktur fyrir baráttu sína fyrir auknu lýðræði og félagslegu réttlæti. Hann hefur skrifað yfir 100 bækur og hefur frá mörgu merkilegu að segja.