Barði Erling Barðason.

9. sæti

Fullt nafn: Barði Erling Barðason.

Hvar fæddist þú og hvenær? Ég er fæddur í Reykjavík 26. október 1982. Bjó í Þorlákshöfn fyrstu árin og síðan á Akranesi þar sem ég ólst upp.

Heitir þú eftir einhverjum? Ég heiti eftir pabba og hann heitir eftir manni frá Siglufirði.

Fjölskylduhagir? Í sambúð með Arndísi Láru starfsmanni á Rannsóknasetri Háskólans á Hornafirði.

Áhugamál? Bækur, boltaíþróttir, alls konar spil og samfélagsmál.

Uppáhaldsárstími? Haustið með sína liti og rigningu hefur vinninginn.

Góður útivistarstaður í nágrenni við þig? Svæðið í kringum Hoffell.

Eitthvað sem fáir vita um þig? Ég fylgist af miklum áhuga með hreyfingunni í kringum flatjarðarkenninguna.

Einkunnarorð? Margur heldur mig sig.