
Eiríkur Sigurðsson.
13. sæti
Fullt nafn: Eiríkur Sigurðsson.
Hvar fæddist þú og hvenær? Ég fæddist í Reykjavík 16. ágúst 1947.
Heitir þú eftir einhverjum? Föðurafa mínum.
Fjölskylduhagir? Ég er giftur Vilborgu Gunnlaugsdóttir. Við eigum 5 börn og 11 barnabörn.
Áhugamál? Mér finnst mjög gaman að ferðast.
Uppáhaldsárstími? Vorið.
Góður útivistarstaður í nágrenni við þig? Allt um kring, það er alls staðar hægt að finna sér stað til útivistar.
Eitthvað sem fáir vita um þig? Ég átti USÚ met í sleggjukasti, í eitt ár.
Náttúruperla? Fjallasýnin á Hornafirði er einstök.
Hvaða persóna/ur hefur haft mest áhrif á þitt líf og skoðanir? Konan mín.
Einkunnarorð? Er á meðan er.