Þórey Bjarnadóttir.

8. sæti

Fullt nafn: Þórey Bjarnadóttir.

Hvar fæddist þú og hvenær? Á Elli- og hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn 5. janúar 1978. Ólst svo upp á Kálfafelli í Suðursveit og er þar enn.

Heitir þú eftir einhverjum? Ég heiti eftir systur mömmu sem dó ung að árum.

Fjölskylduhagir? Í sambúð með Birni Borgþóri Þorbergssyni og eigum við þrjá syni, 7, 5 og 3 ára. Björn á svo 5 uppkomin börn af fyrri samböndum og 4 barnabörn. Myndarleg fjölskylda sem við eigum 😊

Áhugamál? Landbúnaður, fornminjar, ættfræði, útivist, lestur góðra bóka.

Uppáhaldsárstími? Vorið þegar lífið er að kvikna og sauðburður er í hámarki.

Góður útivistarstaður í nágrenni við þig? Kálfafellsdalur.

Eitthvað sem fáir vita um þig? Ef ég segði það þá vita það allir!

Náttúruperla? Þær eru svo margar í kringum mig að ég get ekki gert upp á milli.

Hvaða persóna/ur hefur haft mest áhrif á þitt líf og skoðanir? Ætli það séu ekki foreldrar mínir og þá sérstaklega mamma.

Einkunnarorð? Vertu þú sjálfur og komdu fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.