Sæmundur Helgason.

1. sæti

Fullt nafn: Sæmundur Helgason.

Hvar fæddist þú og hvenær? Ég fæddist  í Reykjavík 24. ágúst 1971.

Heitir þú eftir einhverjum? Já, föðurafi minn hét Sæmundur Jón Kristjánsson. Hann var vélsmiður í Loga á Patreksfirði og í Alþýðuflokknum. Mikill félagsmálamaður og naut þess að syngja og sprella í góðra vina hópi.

Fjölskylduhagir? Konan mín er Kristín Hermannsdóttir, forstöðumaður Náttúrustofu Suðausturlands. Börnin okkar eru Heiðrún 23 ára, Helgi 18 ára og Hermann Bjarni 13 ára.

Áhugamál? Söngur, göngur, ferðalög, golf, fótbolti (YNWA síðan 1977) og félagsmál.

Uppáhaldsárstími? Hvar sem er í kærleiksríkum félagsskap.

Góður útivistarstaður í nágrenni við þig? Silfurnesvöllur og svo eiga Lónsöræfi vinninginn í náttúruupplifuninni, en margir staðir koma til greina t.d. Grennd.

Eitthvað sem fáir vita um þig? Ég hef aldrei lesið Njálu!

Náttúruperla? Ingólfshöfði er magnaður staður að heimsækja, var svo heppinn að koma þangað í góðra vina hópi fyrir stuttu síðan. Svo á Rauðisandur á Barðaströnd sérstakan stað í hjarta mínu sem og Eyvindarstaðaheiði.

Hvaða persóna/ur hefur haft mest áhrif á þitt líf og skoðanir? Fyrir utan foreldra mína, systkini, Kristínu og börnin… þá er það án nokkurs vafa Guðríður B. Helgadóttir föðuramma mín. Ég var svo lánsamur að alast upp hjá henni í Blöndudalnum í níu sumur sem krakki. Amma er orðin 97 ára, skrifar enn í blöðin, rýnir þjóðmálin til gagns og “rífur kjaft” en aldrei nema að gefnu tilefni og alltaf málefnalega. Hjólar í málefnin, aldrei í manninn. Hún er fyrirmynd mín í svo mörgu. Sem dæmi þegar hún lagði mér reglurnar um hvernig sópa ætti fóðurganginn hjá skepnunum þá sagði hún: “Gerðu þetta ekki með hangandi hönd, það tekur styttri tíma að sópa vel einu sinni, frekar en mörgum sinnum illa.”

Einkunnarorð?  Já!