Hlíf Gylfadóttir.

7. sæti

Fullt nafn:  Hlíf Gylfadóttir.

Hvar fæddist þú og hvenær?  Fædd í Reykjavík 10. febrúar 1966.

Heitir þú eftir einhverjum? Nei, alveg út í loftið.

Fjölskylduhagir? Einhleyp en þessa dagana býr systurdóttir mín og kötturinn hennar hjá mér.

Áhugamál? Bækur, kvikmyndir, ferðalög, fjölskyldan mín og að hitta skemmtilegt fólk.

Uppáhaldsárstími? Haustið er mjög fallegur árstími. 

Góður útivistarstaður í nágrenni við þig? Bý alveg við golfvöllinn.

Eitthvað sem fáir vita um þig? Spila ekki golf þrátt fyrir að búa svo að segja á golfvellinum.

Náttúruperla?  Að horfa út um gluggann á kaffistofunni í FAS er að horfa á eina slíka.

Hvaða persóna/ur hefur haft mest áhrif á þitt líf og skoðanir? Fyrir utan foreldra mína þá verð ég að segja Walt Disney og Charles Darwin. Allt getur gerst í teiknimyndum og í lífinu sjálfu.

Einkunnarorð? Engin ákvarðanataka fyrr en eftir einn kaffibolla hið minnsta.