Hjálmar Jens Sigurðsson.

3. sæti

Fullt nafn: Hjálmar Jens Sigurðsson.

Hvar fæddist þú og hvenær?  Á sjúkrahúsinu í Neskaupsstað 23.mars 1974.

Heitir þú eftir einhverjum? Já, afa mínum og ömmu í móðurætt.

Fjölskylduhagir? Er giftur Matthildi Ásmundardóttur framkvæmdastjóra HSU Hornafirði og saman eigum við þrjú börn, Tómas Orra 14 ára, Elínu Ásu 12 ára og Sigurð Arnar 6 ára.

Áhugamál? Golf, körfubolti, hreyfing, útivist, fjölskyldan og félagsmál.

Uppáhaldsárstími? Sumarið er tíminn.

Góður útivistarstaður í nágrenni við þig? Silfurnesvöllurinn er alltaf ofarlega í huga og svo er alltaf gott að gleyma sér á skokkinu um Ægissíðuna.

Eitthvað sem fáir vita um þig? Hef unnið ýmis störf í þremur löndum fyrir utan Ísland og get alls ekki borðað rækjusalt með Gunnars majónesi.

Náttúruperla? Þær eru margar, m.a. svæðið í kringum Hoffellsjökul.  Einnig kemur Klifatindur ofarlega í hugann, snörp og á tíðum krefjandi ganga á tindinn lýkur með mögnuðu útsýni þar sem öll Austur-Skaftafellssýslan opnast frá austri til vestur.

Hvaða persóna/ur hefur haft mest áhrif á þitt líf og skoðanir? Foreldrar og fjölskyldan auðvitað.

Einkunnarorð?  Hver er sinnar gæfu smiður.