Elínborg Rabanes.

11. sæti

Fullt nafn:  Elínborg Rabanes.

Hvar fæddist þú og hvenær?  Ég er fædd á Filipseyjum 16. maí 1980.

Heitir þú eftir einhverjum? Á Filipseyjum fékk ég nafnið Orciela en ég ákvað að breyta nafninu þegar ég flutti til Íslands 2001.

Fjölskylduhagir? Ég er gift Andrési Bragasyni og við eigum saman Ísold Andreu sem er að verða níu ára á þessu ári. Við eigum samtals 7 börn og það er komið eitt barnabarn.

Áhugamál? Útivist og fjallgöngur.

Uppáhaldsárstími? Sumarið því að þá er landið bjart og fallegt.

Góður útivistarstaður í nágrenni við þig? Almannaskarðið er í miklu uppáhaldi.

Eitthvað sem fáir vita um þig? Mér finnst mjög gaman að syngja og finnst best að vera í eldhúsinu og elda góðan mat.

Náttúruperla?  Vestmanneyjar og Jökulsárlón koma fyrst upp í hugann en það er alls staðar fallegt á Íslandi. Hornafjörður er líka einstaklega fallegur.

Hvaða persóna/ur hefur haft mest áhrif á þitt líf og skoðanir? Ætli það sé ekki móðurafi minn. Hann hvatti mig alltaf til að ljúka þeim verkefnum sem ég byrjaði á. Og ég reyni að fylgja því.

Einkunnarorð? Vertu þú sjálf/ur – ekki þykjast vera neitt annað.