Í aðdraganda kosninganna var ákveðið að búa til bækling með áherslum 3.framboðsins og dreifa honum inn á öll heimili í sveitarfélaginu til að miðla upplýsingum sem víðast. Til þess átti að nýta þjónustu sem Pósturinn býður uppá og kallast Fjölpóstur. Þá er pósti dreift inn á öll heimili nema þau sem hafa afþakkað sérstaklega slíkan póst.

Bæklingurinn fór tímanlega í póst eða í byrjun maí, en tæplega tveimur sólarhringum fyrir kosningar kom hins vegar í ljós að stór hluti bæklinganna hafði ekki verið borinn út og lá enn á pósthúsinu. Þegar skýringa var leitað var svarið að um misskilning hafi verið að ræða sem olli atvikinu.

Héðan af er ekkert við þessu að gera, mistök geta alltaf orðið. Okkur hjá 3.framboðinu þykir þetta mjög miður og biðjum alla þá sem ekki fengu bækling í aðdraganda kosninganna afsökunar, það var ekki ætlunin að gera upp á milli manna.

Stjórn 3.framboðsins

Skildu eftir svar