3.framboðið mun bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum vorið 2018. 3.framboðið er óháð framboð skipað fólki með fjölbreyttar skoðanir sem á það sameiginlegt að vilja sjá öflugt samfélag til framtíðar í Sveitarfélaginu Hornafirði. Framboðið hefur frá 2014 starfað í farsælum meirihluta með Sjálfstæðisflokki og átt gott samstarf við minnihluta Framsóknarflokks.

3.framboðið ætlar að bjóða sveitungum til funda í febrúar. Fundartímarnir eru nánar auglýstir hér í þessu blaði og á samfélagsmiðlum. Tilgangur fundanna er að fara yfir verkefnin á kjörtímabilinu og ræða við íbúa hvað þeir vilja sjá gert í framtíðinni. Við óskum eftir góðu fólki í samstarf við 3.framboðið um hvernig við getum á næstu fjórum árum gert gott samfélag enn betra.

Vertu velkomin/n til fundar við 3.framboðið, þín rödd og skoðun skiptir máli.

Stjórn 3.framboðsins

Fundaröð 3.framboðsins:

Þriðjudaginn 13. febrúar klukkan 20 AFL húsinu Höfn

Fimmtudaginn 15. febrúar klukkan 17 Hofgarður í Öræfum og klukkan 20 Hrollaugsstöðum í Suðursveit

Þriðjudaginn 20. febrúar klukkan 17 Fundarhúsinu Lóni og klukkan 20 Mánagarði í Nesjum

Fimmtudaginn 22. febrúar klukkan 20 Holt á Mýrum

Skildu eftir svar