hjalmarGreining KPMG (sem er endurskoðandi sveitarfélagsins) á mismunandi rekstrarformum og skipulagi leikskólamála á Höfn er lokið og hana er hægt að lesa á heimasíðu sveitarfélagsins  www.hornafjordur.is. Hér er slóðin á skýrslu KPMG Rekstrareining og valkostir um skipulag til framtíðar

Í greiningunni er gengið út frá samanburði á 1) óbreyttu fyrirkomulegi 2) sameiningu í eitt húsnæði með eina yfirstjórn og svo 3) sameinaðri yfirstjórn í tveimur húsum. Ljóst er að leið 2 og 3 fela í sér ákveðinn sparnað en munurinn er ekki ýkja mikill á ársgrundvelli ef horft er til tuttugu ára, þar sem það þarf að fara í umtalsvert viðhald og endurnýjun á Lönguhólum á næstu árum.

Seinna í vikunni fá hlutaðeigandi aðilar sendan tölvupóst þar sem nálgast má könnunina um viðhorf til ytri umgjarðar leikskólamála á Hornafirði.

Virðingafyllst
Hjálmar J. Sigurðsson formaður Fræðslu- og tómstundarnefndar.

Skildu eftir svar