Hérna er farið af stað mál í fræðslu- og tómstundanefnd sem er ofarlega á verkefnalista meirihlutans. Minnihluti framsóknar í fræðslu og tómstundarnefnd hefur valið að styðja ekki þessa leið sem meirihlutinn hefur ákveðið að fara. Könnunin verður unnin af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og snýr að því að spyrja um ytri ramma, eða ytri umgjörð um starfsemi leikskólanna. Nefndin hefur ákveðið að könnunin nái til foreldra leikskólabarna og til starfsmanna. Nýbakaðir foreldrar og væntanlegir þiggjendur þjónustunnar verða líka spurðir og sömu leiðis foreldrar barna í 1. og 2. bekk grunnskóla. M.ö.o. þeir sem standa leikskólanum næst, bæði sem starfsmenn og sem notendur þjónustunnar verða spurðir.

Það gildir um skoðanakannanir, þessa sem og aðrar, að þær eru skoðanamyndandi. Okkur í meirihlutanum dettur ekki í hug annað en að hver svo sem niðurstaðan verður úr könnuninni þá mun það alltaf hvíla á herðum okkar sem kjörin eru til þess að taka pólitískar ákvarðanir. Hvort að rekstarfyrirkomulag leikskólanna verður óbreytt eða farið verði í einhverskonar sameiningu, verður ákvörðun sem verður tekin að lokinni könnun. Meirihlutinn mun að sjálfsögðu nýta könnunina til að taka ákvarðanir í framhaldinu. Könnunin mun ekki fría okkur í pólitíkinni þeirri ábyrgð að taka ákvörðunina í framhaldinu.

Sæmundur Helgason 

Skildu eftir svar