Við sveitastjórnarfólk og aðrir verðum að taka alvarlega þá þróun sem er í ferðaþjónustu hér í Austur- Skaftafellssýslu og því er mjög aðkallandi að fara í stefnumótunarvinnu fyrir ferðaþjónustuna.

Í atvinnu- og menningarmálanefnd hafa atvinnumálefnin svolítið setið á hakanum þar sem menningarmálin eru fyrirferðamikil. Það þarf að klára atvinnustefnu sveitarfélagins og eins og ég sagði áður að búa til ferðamála-
stefnu. Ekki er nóg að búa til alls konar stefnur ef ekki á að fara eftir þeim og þar kemur atvinnu- og ferðamálafulltrúinn sterkur inn.

Ráðning atvinnu- og ferðamálafulltrúa mun styðja og styrkja það starf sem fyrir er og stuðla að aukningu í gæðum, öryggi og rannsóknum auk þess að geta boðið uppá faglega ráðgjöf. Hann verður með sterk tengsl við menningarfulltrúann þar sem menning er stór þáttur innan ferðaþjónustunnar, byggingarfulltrúann þar sem skipulagsmál er grunnur uppbyggingar, umhverfisfulltrúann þar sem við ætlum að skila af okkur til næstu kynslóðar sjálfbærri ferðaþjónustu. Ekki má gleyma að tengslanetin út fyrir stjórnsýsluna eru gríðarlega mikilvæg eins og t.d. við Þjóðgarðinn, Ríki Vatnajökuls, Náttúrustofu Suð-Austurlands, Rannsóknarsetur HÍ, Ferðamálastofu, Samtök Ferðaþjónustunnar (SAF) Ferðamálasamtök Íslands (FSÍ) og svona ég get haldið endalaust áfram.
Með því að ráða til okkar atvinnu- og ferðamálafulltrúa eflum við gæði ferðaþjónustunnar.

Með sterka tengingu við Þekkingarsetur Nýheima trúi ég því að okkur verði ekki ekkert til fyrirstöðu að gera hér öfluga ferða og atvinnumálastefnu svo eftir verði tekið.

Þórhildur Ásta Magnúsdóttir

Skildu eftir svar