GrunnH_logoFrá því í haust þá hafa allir nemendur, starfsmenn og foreldrar í Grunnskóla Hornafjarðar tekið þátt í verkefni sem kallast – Lestur og leiðin til árangurs. Með markvissum hætti þá hefur lestarnámið verið skipulagt. Það er gert með auknu utanumhaldi og eftirfylgni frá foreldrum og starfsmönnum ásamt tíðum mælingum á lestrarhraða. Núna lesa allir nemendur, í öllum árgöngum, á hverjum degi í 10-15 mínútur og fá kvittun fyrir, bæði í skólanum og heima. Skólinn hefur m.a. fengið frábæra aðstoð frá lestarömmum sem í sjálfboðavinnu leggja fram krafta sína.

Verkefnið er með öðrum orðum á blússandi siglingu. Og eins og fram kom í heimsókn skólastjórnenda til fræðslunefndar, þá lætur árangurinn ekki á sér standa. Í síðustu mælingu í febrúar var marktæk bæting í öllum árgöngum skólans. Nemendum fer umtalsvert fram í lestri.
Árangrinum ber að fagna og þessum orðum fylgir hvatning til skólans að halda áfram á þessari góðu braut.

Sæmundur Helgason

Skildu eftir svar